Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Loxins loxins!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Loxins hafa yfirvöld áttað sig á því hvað þetta er alvarlegt afbrot. Það var tími til komin að gera eitthvað í þessu ég meina menn eiga ekkert að fá að komast upp með þetta og að mínu mati ætti að hækka þetta upp í 10 ár!!Þetta er mín skoðun.
mbl.is Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg samála alltof oft skipt um formenn

Ég er alvaeg samála þeim það er alltof oft skipt formenn það á að gera eitthvað íþessu að mínu matiShocking
mbl.is Borgarbyggð skammar Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vil ekki fá göng!!

Ég vil ekki að sundagöng verði boruð ég vil heldur fá sundabraut. Hvað haldið þið að það mundi kosta að gera sundagöng? Ja ég veit það ekki nákvæmlega en allavega veit ég að það væri miklu ódýrara og hagstæðara að fá sundabraut frekar en sundagöng. Þetta er mín skoðun.
mbl.is Sæmilegar aðstæður fyrir göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ungir íslendingar hættir að borða þorramat?

Nú þegar þorrinn er genginn í garð og maður er farin að fara út í búð og kaupa súrt slátur, hákarl , súrsaða hrútspunga og annan þorramat vill maður spyrja sig hvort ungir íslendingar séu hættir að borða þorramat? Ég man þegar ég var á leikskóla og  smakkaði hákarl í  fyrsta sinn ég næstum gubbaðiSick En í dag finnst mér þetta algjört sælgjæti. Mér finnst sorglegt hvað sumir krakkar í dag dæma mat eftir því hvernig hann lítur út og vilja helst ekki neitt annað en hamborgara, pizzur, franskarkartöflur, kfc kjúkling og annað ruslfæði annars hef ég ekkert á móti skinndi bita en allt er gott í hófi.


Spaugstofan rosa fynndin

Ég hló mig máttlausa yfir síðasta spaugstofuþætti. Ég skil ekki hvað margir eru á móti þessu gríni ég meina halló þetta er bara grín lítið saklaust grín. Spaugstofan vill ekkert illt með þessu og ef maður hefur einhvern húmor hlítur maður að hafa hlegið a.m.k. eitthvaðGrin  Það hlítur að mega gera smá grín ég meina "6527" Þetta er bara fyndiðLoL

Nýji meirihlutinn og survivor

Þegar ég spái í það finnst mér eitthvað líkt með nýja meirihlutann og survivor. Eintóm svik og prett,baktöl og og enginn veit allan sannleikann. Auðvitað vilja flestir verða borgastjórar þannig að það er svosem ekkert skrýtið. En auðvitað eiga menn að geta treyst. Svo finnst mér þetta fatakaupamál alveg út úr öllu korti ég meina ef honum langaði svona ofboðslega í hátískuföt gat hann alveg farið út í búð og keypt sér fötin fyrir sína peninga en ekki flokksins. Þetta er bara mín skoðun.

Okey getum við svona 1 sinni ekki verið stöðugt að skipa nýjan meirihluta

Okey getum við svona 1 sinni ekki verið stöðugt að skipa nýjan meiri hluta eða borgarstjóra maður fer bara bráðum að fara að hætta að fylgjast með því hver er borgarsjóri og hver ekki og líka hver er í meiri eða minnihlutanum og hver ekki. Ég vona að Vilhjálmur verði aftur borgarstjóri því ég held að ég treysti honum betur en Ólafi F. Þó Ólafur F. sé örugglega fínn karl þá held ég að ég treysti Vilhjálmi beturWink  Ja þetta er bara mín skoðun.
mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei þvert á móti

Nei þetta var alls ekki vondur dagur hjá mér.Ég fór á skíði í dag -rosa gaman- svo þetta var ekki versti dagurinn minnWink .

Vil ekki sjá evruna inni í íslensku samfélagi!!

Ég vil ekki sjá evruna inni í íslensku samfélagi. Krónan er alveg nógu góð fyrir okkur íslendinga og ég sé engan tilgang með þessari blessuðu evru. Hvað hafa bankarnir á móti krónunni?, evran er ekkert betri gjaldmiðill en krónan og það þýðir lítið fyrir bankana að vilja krónuna þegar stýrivextir eru háir en segja svo "nei við viljum evruna" þegar stýrivextirnir fara lækkandi. Þetta á ekkert að fara eftir hentistefnu bankana, annað hvort er krónan eða evran og það er bara eitt sem ég vil segja við bankana evran er ekki töfralausn.


mbl.is Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið er til skammar

Kvótakerfið er til háborinar skammar fyrir íslensku þjóðina. Því segjum sem svo að einn karl eigi kvótann í litlum kaupstað og hann á börn sem eru flutt í burtu. Svo hrekkur hann upp af einn daginn og ef börnin vilja selja kvótann í burtu til að fá peninginn til að eiga fyrir flottu húsunum og bílunum sínum í Reykjavík. Hvað gerist þá? Nú þá missa flest allir í þessum kaupstað vinnuna. Nú finnst mér að stjórnvöld verði að grípa í taumana því þetta kvótakerfi okkar Íslendinga er til háborinar skammarShocking
mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Madda
Madda

Ung kona sem ætlar sér stóra hluti.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband