Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Að vissu leiti Íslendingum sjálfum að kenna!!

Krónulækkunin er að vissu leyti Íslendingum sjálfum að kenna!! Reyndar ekki lækkunin sjálf heldur að við séum búin að skuldsetja okkur svona rosalega gjörsamlega uppí topp!! Reyndar eru sumir í góðum málum t.d. mamma og pabbi. Þau eru búin að spara í gegnum árin til að takast á við ef eitthvað kemur uppá t.d. Kreppa, atvinnuleysi,slys,veikindi og svoleyðis uppákomur.Að mínu mati er Evran ekki lausnin heldur að kenna Íslendingum að spara. Og vonandi fá einhverjir pólitíkusar þennan málsátt í páskaeggið sitt!!

Grasið er ekki grænna hinumegin!!


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan lækkar bensín hækkar-Það er bara lögmál

Það er langt síðan ég hef heyrt í fréttum að krónan hækki og hvað þá að bensín lækki!! Ég veit ekki hvað það er langt síðan að krónan hækki og bensín lækki!!

Þetta er örugglega lögmál!!


mbl.is Krónan lækkaði um 6,97%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vil ekki sjá álver hvorki í Helguvík né annars staðar!!

Hvað er málið með okkur Íslendinga????? Erum við orðin stóriðju brjálaðir???? já það erum við svo sannalega. Við þurfum ekki að reisa milljón álver víða um land. Er nú ekki komið gott af stóriðju?jú ég meina Helguvík, þessi fallega vík á að reisa álver þar? Allt í lagi gott og vel þetta er víst búið og gert en ég mun tryllast ef að það verður fengið leyfi fyrir því að reisa olíuhreinsistöð hjá einum að þeim fallegustu, virtustu og tignarlegustu fossum landsins það er að segja Dynjanda.

 

Stopp á stóriðju, endanlega!!


mbl.is Framkvæmdir hafnar í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er pólitíski rétttrúnaðurinn gengin út í öfgar??

Að mínu mati já hann er það svo sannarlega!! Að hugsa sér að sjálfur mogginn hætti að gefa upp þjóðerni manna sem hafa framið glæpi á borð við nauðganir og þess háttar.Shocking Ég veit ekki hvort önnur blöð eru með svipað rugl í gangi en ég hef formlega sagt upp mogganum og hvet þá sem eru óánægðir með stöðu þessara mála að gera slígt hið sama!!

 

Það er réttur okkar stúlkna og kvenna að fá að vita þetta!!


Evra - hókuspókus fílirókus kviss búmm bamm.....

Margir halda að það sé bara evra-hókuspókus fílirókus kviss búmm bamm..... "Allt komið í lag ohh hvað þetta er æðilslegt engin verbólga og engin"..... og svo "æjj æjj afhverju er komið svona mikið atvinnuleysi?"....."hugs, hugs, hugs ætli nokkuð að það sé út af evrunni"?Woundering  ó já ég spái ef við munum fá evru þá mun verða mikið atvinnuleysi!! Hugsum ÁÐUR en við framkvæmum!!

Evrópusambandið?..... Nei takk

Að mínu mati getur ríkistjórnin ekki gert íslensku þjóðinni það að samþykkja að Íslendingar gangi inn í Evrópusambandið. Ef að maður kæmi til mín og myndi bjóða mér Evrópusambandið mundi ég umsvifalaust  segja nei takk því að við höfum barist fyrir sjálfstæði í meira en hundrað ár og við ættum ekki að glata því!! Okkur mun kannski ganga vel í nokkur ár en svo mun allt ganga illa. Þið hafi kannski aldrei hugsað út í af hverju Evrópusambandið vill ólmt að við göngum í það? Ég skal segja ykkur hver mín tilgáta er. Mín tilgáta er sú að þeir vilji ólmir komast í fiski miðin okkar. Ég skora á ríkisstjórnina að ef einhver býður þeim aftur Evrópusambandið að segja "Nei þakka ykkur fyrir fallega boðið af ykkur en því miður viljum við ekki glata fiskimiðum okkar og sjálfstæði við viljum heldur vera í Sameinuðu þjóðunum"- Þá mun virðing mín fyrir ríkisstjórninni stór aukast!!

Allt hefur sína kosti og galla.

Að búa á Íslandi hefur sína galla en líka marga kosti eins og margt annað.T.d. Höfum við lang besta vatnið,búum við litla fátækt og eigum fallegasta land í heimi!! En að sjálfsögðu hefur það líka sína galla eins og öll lönd hafa. En ég segi fyrir mig að mig langar bara að búa á Íslandi!!
mbl.is Ekkert vit í að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Madda
Madda

Ung kona sem ætlar sér stóra hluti.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 150

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband